Framhaldsskólar: Aðföng og afurðir

Nú berast fregnir af innritun nýnema í frmhaldsskóla. Þar er samviskusamlega tíundað hverjir þeirra eru vinsælastir og hafa litlar breytingar orðið á þeim lista. Allir eru þeir að sjálfsögðu í Reykjavík þar sem flestir nýnemar búa og færi gefst á að velja milli margra skóla. Í fréttinni kemur fram að meðaleinkunn þeirra sem inngöngu fá er alls staðar vel yfir 8 og ekki verður annað skilið en að í tveimur skólum sé meðaleinkunn úr grunnskóla yfir níu. Þetta leiðir hugann að því hve aðföngum framhaldsskóla (nýnemum) er misskipt á milli skóla. Aldrei verð ég var við þegar afurðirnar (námsárangur) eru gerður upp að þá sé fjallað um þessa staðreynd sem er lykilatriði í samanburði á framhaldsskólum landsins. Ef nemendur koma með ágætiseinkunn 9 að meðaltali inn í skólann er þá hægt að hrósa skóla sem skilar þeim út með lægri einkunn þó góð sé? Hverjar eru raunverulegar framfarir nemendanna? Getur verið að skóli sem tekur inn alla sem um hann sækja með einkunnina 6 að meðaltali og skilar þeim af sér með sömu einkunn eða hærri sé í raun betri skóli. Er það ekki umhugsunarvert?

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Birkir Þorkelsson
Guðmundur Birkir Þorkelsson
Frá Laugarvatni og lengi kennari þar, skólameistari á Húsavík 1988-2009. Áhugi snýst m.a. um stjórnmál, menntmál og hrossarækt.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband